Gott að vita

Um okkur

Við leggjum áherslu á auðveldar tímabókanir og auðveld samskipti. Því getur þú nú pantað tíma hvenær sem er á heimastíðunni okkar. Vinsamlegast athugið að aðeins er hægt að bóka tíma á heimasíðunni. Þurfir þú að koma til okkar skilaboðum sendir þú póst á netföngin sem gefin eru upp neðst á síðunni. Bjóðum bæði núverandi og nýja skjólstæðinga velkomna.

Tímabókanir

Ef þú getur ekki nýtt tímann af einhverjum ástæðum verðum við þakklát ef þú gætir afbókað með eins miklum fyrirvara og mögulegt er með því að smella á tengil í tölvupóstinum sem fylgdi staðfestingu á tímabókuninni. Því skaltu ekki eyða tölvupóstinum með staðfestingu á tímanum.

Við veitum alla almenna þjónustu innan kvensjúkdómalækninga. T.d.:

 • Snemmsónar.
 • Getnaðarvarnarráðgjöf.
 • Lykkjuuppsetningar og lykkjufjarlægingar.
 • Ráðgjöf um ófrjósemisaðgerðir.
 • Krabbameinsskoðun með leghálssstroki.
 • Skoðun og meðferð vegna kynsjúkdóma.
 • Mat, ráðgjöf og meðferð vegna þvagleka og blöðru- og legsigs.
 • Frumrannsókn og meðferð vegna ófrjósemi.
 • Ráðgjöf vegna fóstureyðinga.
 • Mat, ráðgjöf og meðferð vegna verkja í grindarholi og verkja við samfarir
 • Mat, ráðgjöf og meðferð vegna blæðingatruflana.

Við störfum samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands sem tryggir jafnt aðgengi allra að þjónustunni og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Ef þú hefur komið til okkar áður getur þú óskað eftir endurnýjun lyfseðils hér á heimasíðunni og vitjað hans á kennitölu þinni í næsta apóteki. Þar sem við höfum ekki daglega viðveru geta liðið nokkrir dagar þar til lyfseðill birtist í lyfjagáttinni. Yfirleitt má reikna með afgreiðslu lyfseðils eigi síðar en næsta dag sem viðkomandi læknir er á stofu.

Endurnýja lyfseðil

Á heimasíðunni er hægt að óska eftir símaviðtali eða koma til okkar skilaboðum hér. Við hringjum í þig við fyrsta tækifæri. Þar sem við höfum ekki daglega viðveru geta liðið nokkrir dagar frá því skilaboð berast þar til þeim er sinnt. Yfirleitt má reikna með svari eigi síðar en næsta dag sem viðkomandi læknir er á stofu.

Hafa samband

Eins og sjá má hér að neðan er yfirleitt a.m.k. einn læknir á stofunni hvern virkan dag. Nákvæmar upplýsingar um viðveru lækna má nálgast með því að smella á „Tímapöntun“ en þá opnast dagatal með yfirliti yfir viðveru hvers læknis og lausa tíma. Viðvera lækna getur breyst vegna veikinda, endurmenntunnar eða orlofs.

 

Venjuleg viðvera:

Dagur Læknir Tími
Mánudagar: Ósk 08:00 – 12:00
Þriðjudagar: Berglind 08:00 – 16:00
Miðvikudagar: Ósk 08:00 – 16:00
Fimmtudagar: Ósk 12:00 – 16:00
Föstudagar: Kristján 12:00 – 17:00

 

Breytileg viðvera:

Dagur Læknir Tími
Mánudagar: Berglind 13:00 – 16:00
Föstudagar: Berglind 09:00 – 11:00
Föstudagar: Kristján 09:00 – 11:00

Dagatal

Fræðsluefni

Tilgangur með snemmsónar er að staðfesta þungun og staðsetningu hennar, meta fjölda fóstra og áætla meðgöngulengd. Æskilegt er að gera snemmsónarskoðun 6 til 8 (10) vikum eftir fyrsta dag síðustu tíðablæðinga (ef þekktur) vegna þess að þá hefur fósturvísir náð þeirri stærð að auðveldara er að sjá hjartslátt og meta meðgöngulengd. Æskilegt er að þvagblaðra sé tóm þegar snemmsónar er framkvæmdur.

Þeim konum sem ekki fá nægilegt magn af fólínsýru (vítamín B9) úr fæðu er ráðlagt að taka 400 míkrogröm af fólínsýru daglega fyrstu 12 vikur meðgöngunnar. Æskilegt er að hefja inntöku áður en þungun verður. Meðalneysla á B-vítamíninu fólati er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna og um fjórðungur kvenna nær ekki meðalþörf fyrir vítamínið úr fæðunni einni saman. Fólínsýra í hæfilegu magni getur dregið úr líkum á klofnum hrygg og góm hjá fóstri.

Þó lykkjuuppsetning gangi yfirleitt vel getur verið gott að taka 400 mg af Íbúfen um einni klukkustund áður en þú átt bókaðan tíma og/eða önnur verkjalyf eins og t.d. Paracetamól eða Parkódin ef þú þolir illa Íbúfen. Það getur dregið úr óþægindum sem sumar konur finna við lykkjuuppsetningu. Mælt er með að setja upp lykkju við lok eða rétt eftir tíðablæðingar því þá getur það verið auðveldara og óþægindaminna. Flestar konur geta notað lykkju sem getnaðarvörn þó þær hafi ekki fætt barn. Lykkjuna færðu á læknastofunni.

Þó yfirleitt gangi vel að fjarlægja lykkju getur verið gott að taka 400 mg af Íbúfen um einni klukkustund áður en þú átt bókaðan tíma eða önnur verkjalyf eins og t.d. Paracetamól eða Parkódin ef þú þolir illa Íbúfen. Það getur dregið úr óþægindum sem sumar konur finna þegar lykkja er fjarlægð.

Mælt er með krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-65 ára hjá einkennalausum konum. Ekki er æskilegt að taka leghálsstrok meðan á tíðablæðingum stendur. Sýnatakan veldur litlum óþægindum. Krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku er ein mikilvægasta forvörn sem konum býðst en frumubreytingar og leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum, nánar á hpv.is.