Um okkur

Á læknastofunni starfa þrír sérfræðingar í fæðingahjálp og kvensjúkdómum; Ósk Ingvarsdóttir, Berglind Steffensen og Kristján Oddsson.

Við störfum í rúmgóðu, björtu og vistlegu húsnæði á efstu hæð ( 3.hæð) að Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi, rétt sunnan við Smáralind og Hjartavernd. Lyfta er í húsinu en því miður er ekki salernisaðstaðan með aðgengi fyrir hjólastóla.

Við veitum alla almenna þjónustu innan kvensjúkdómalækninga og bjóðum bæði núverandi og nýja skjólstæðinga velkomna.

Tímabókanir

Við leggjum áherslu á auðveldar tímabókanir og samskipti. Því getur þú nú pantað tíma hvenær sem er á heimasíðunni okkar. Vinsamlegast athugið að aðeins er hægt að bóka tíma á heimasíðunni. Þurfir þú að koma til okkar skilaboðum sendir þú póst á netföngin sem gefin eru upp neðst á síðunni.

Afpanta bókaðan tíma

Ef þú getur ekki nýtt tímann af einhverjum ástæðum verðum við þakklát ef þú gætir afbókað með eins miklum fyrirvara og mögulegt er með því að smella á tengil í tölvupóstinum sem fylgdi staðfestingu á tímabókuninni. Því skaltu ekki eyða tölvupóstinum með staðfestingu á tímanum.

Velkomin

Pantaðu tíma hjá kvensjúkdómalækni