Berglind Steffensen kvensjúkdómalæknir

Berglind er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp.

Störf

Berglind hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp á eigin kvenlækningastofu frá 2004 .
Einnig starfað sem sérfræðingur í fæðingahjálp og kvensjúkdómum við Kvennadeild Landspítalans frá 2004-2021.

Almennir kvensjúkdómar, mæðravernd, og allt er lýtur að heilsu kvenna er á áhugasviði hennar og hefur Berglind sótt námskeið og ráðstefnur reglulega á sínu sérsviði.

Nám

Berglind lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1993 og fékk almennt lækningaleyfi 1995. Hún lauk sérnámi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við St. Olav háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi í Noregi árið 2003.