Kristján Oddsson kvensjúkdómalæknir

Kristján er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp.

Störf

Kristján starfaði sem sérfræðingur á St. Olav háskólasjúkrahúsinu árið 2003 og hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp á eigin kvenlækningastofu frá árinu 2004 samhliða öðrum störfum. Í dag starfar hann sem sviðsstjóri og fagstjóri lækninga við heilusgæsluna í Hamraborg. Hefur áður starfað sem yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands og forstjóri félagsins, yfirlæknir og aðstoðarlandlæknir hjá Embætti landlæknis og yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Almennir kvensjúkdómar, leghálskrabbameinsleit, HPV, leghálsspeglanir og allt er lýtur að heilsu kvenna er á áhugasviði hans og hefur Kristján sótt námskeið og ráðstefnur reglulega á sínu sérsviði.

 

Nám

Kristján lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1989 fékk almennt lækningaleyfi árið 1991. Hann lauk sérnámi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við St. Olav háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi í Noregi árið 2003. Árið 1998 lauk hann sérnámi í heimilislækningum. Hann lauk einnig Master of Public Health (MPH) námi frá Universitetet í Tromsø í Noregi árið 1995, Master of Healthcare Administraion (MHA) frá University of Minnesota í Bandaríkjunum árið 1997 og diploma í rekstrarhagfræði (Postgraduate Diploma in Business Administration) frá Hariot-Watt University í Edinborg í Skotlandi árið 2005.