Krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku

Mælt er með krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-65 ára hjá einkennalausum konum. Ekki er æskilegt að taka leghálsstrok meðan á tíðablæðingum stendur. Sýnatakan veldur litlum óþægindum. Krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku er ein mikilvægasta forvörn sem konum býðst en frumubreytingar og leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum, nánar á hpv.is.

Lykkjufjarlæging

Þó yfirleitt gangi vel að fjarlægja lykkju getur verið gott að taka 400 mg af Íbúfen um einni klukkustund áður en þú átt bókaðan tíma eða önnur verkjalyf eins og t.d. Paracetamól eða Parkódin ef þú þolir illa Íbúfen. Það getur dregið úr óþægindum sem sumar konur finna þegar lykkja er fjarlægð.

Lykkjuuppsetning

Þó lykkjuuppsetning gangi yfirleitt vel getur verið gott að taka 400 mg af Íbúfen um einni klukkustund áður en þú átt bókaðan tíma og/eða önnur verkjalyf eins og t.d. Paracetamól eða Parkódin ef þú þolir illa Íbúfen. Það getur dregið úr óþægindum sem sumar konur finna við lykkjuuppsetningu. Mælt er með að setja upp lykkju […]

Fólínsýra (vítamín B9)

Þeim konum sem ekki fá nægilegt magn af fólínsýru (vítamín B9) úr fæðu er ráðlagt að taka 400 míkrogröm af fólínsýru daglega fyrstu 12 vikur meðgöngunnar. Æskilegt er að hefja inntöku áður en þungun verður. Meðalneysla á B-vítamíninu fólati er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna og um fjórðungur kvenna nær ekki meðalþörf fyrir vítamínið úr […]

Snemmsónar

Tilgangur með snemmsónar er að staðfesta þungun og staðsetningu hennar, meta fjölda fóstra og áætla meðgöngulengd. Æskilegt er að gera snemmsónarskoðun 6 til 8 (10) vikum eftir fyrsta dag síðustu tíðablæðinga (ef þekktur) vegna þess að þá hefur fósturvísir náð þeirri stærð að auðveldara er að sjá hjartslátt og meta meðgöngulengd. Æskilegt er að þvagblaðra […]