Snemmsónar

Höfundur: Kristmundur Daníelsson þann 10. nóvember 2016

Tilgangur með snemmsónar er að staðfesta þungun og staðsetningu hennar, meta fjölda fóstra og áætla meðgöngulengd. Æskilegt er að gera snemmsónarskoðun 6 til 8 (10) vikum eftir fyrsta dag síðustu tíðablæðinga (ef þekktur) vegna þess að þá hefur fósturvísir náð þeirri stærð að auðveldara er að sjá hjartslátt og meta meðgöngulengd. Æskilegt er að þvagblaðra sé tóm þegar snemmsónar er framkvæmdur.