Krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku
Höfundur: Kristmundur Daníelsson þann 10. nóvember 2016
Mælt er með krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-65 ára hjá einkennalausum konum. Ekki er æskilegt að taka leghálsstrok meðan á tíðablæðingum stendur. Sýnatakan veldur litlum óþægindum. Krabbameinsskoðun með leghálssýnatöku er ein mikilvægasta forvörn sem konum býðst en frumubreytingar og leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum, nánar á hpv.is.