Lykkjuuppsetning
Höfundur: Kristmundur Daníelsson þann 10. nóvember 2016
Þó lykkjuuppsetning gangi yfirleitt vel getur verið gott að taka 400 mg af Íbúfen um einni klukkustund áður en þú átt bókaðan tíma og/eða önnur verkjalyf eins og t.d. Paracetamól eða Parkódin ef þú þolir illa Íbúfen. Það getur dregið úr óþægindum sem sumar konur finna við lykkjuuppsetningu. Mælt er með að setja upp lykkju við lok eða rétt eftir tíðablæðingar því þá getur það verið auðveldara og óþægindaminna. Flestar konur geta notað lykkju sem getnaðarvörn þó þær hafi ekki fætt barn. Lykkjuna færðu á læknastofunni.