Fólínsýra (vítamín B9)
Höfundur: Kristmundur Daníelsson þann 10. nóvember 2016
Þeim konum sem ekki fá nægilegt magn af fólínsýru (vítamín B9) úr fæðu er ráðlagt að taka 400 míkrogröm af fólínsýru daglega fyrstu 12 vikur meðgöngunnar. Æskilegt er að hefja inntöku áður en þungun verður. Meðalneysla á B-vítamíninu fólati er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna og um fjórðungur kvenna nær ekki meðalþörf fyrir vítamínið úr fæðunni einni saman. Fólínsýra í hæfilegu magni getur dregið úr líkum á klofnum hrygg og góm hjá fóstri.