Þjónustan
Höfundur: Kristmundur Daníelsson þann 10. nóvember 2016
Við veitum alla almenna þjónustu innan kvensjúkdómalækninga. T.d.:
- Snemmsónar.
- Getnaðarvarnarráðgjöf.
- Lykkjuuppsetningar og lykkjufjarlægingar. Lykkjur eru seldar á sambærilegu verði og í lyfjaverslunum.
- Ráðgjöf um ófrjósemisaðgerðir.
- Krabbameinsskoðun með leghálssstroki.
- Skoðun og meðferð vegna kynsjúkdóma.
- Mat, ráðgjöf og meðferð vegna þvagleka og blöðru- og legsigs.
- Frumrannsókn og meðferð vegna ófrjósemi.
- Ráðgjöf vegna fóstureyðinga.
- Mat, ráðgjöf og meðferð vegna verkja í grindarholi og verkja við samfarir
- Mat, ráðgjöf og meðferð vegna blæðingatruflana.
- Ráðgjöf og fræðsla varðandi tíðarhvörf og breytingarskeiðið.
Við störfum samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands sem tryggir jafnt aðgengi allra að þjónustunni og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.