Ósk Ingvarsdóttir kvensjúkdómalæknir

Ósk er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp.

Störf

Ósk starfaði við kvennadeild sjúkrahússins í Örebro frá 1984 til 1987. Hún starfaði síðan sem sérfræðingur við kvennadeild Östra háskólasjúkrahússins  í Gautaborg frá 1987 til 1991. Síðan hefur hún starfað sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp á kvenlækningastofu ABÓ í Kringlunni frá 1992– 2003 og eftir það á eigin kvenlækningastofu í Skipholti. Samhliða stofurekstri starfar Ósk í hálfu starfi sem ráðgefandi sérfræðingur í mæðravernd í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt er hún læknir á Neyðarmóttöku vegna nauðgana og hefur starfað að þeim málaflokki frá upphafi.

Almennir kvensjúkdómar, mæðravernd og allt er lýtur að heilsu kvenna er á áhugasviði hennar og hefur Ósk sótt námskeið og ráðstefnur reglulega um mæðraheilsu, kvensjúkdóma, ómskoðanir og kynferðisofbeldi.

 

Nám

Ósk lauk embættisprófi í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1979 og fékk almennt lækningaleyfi 1980. Hún lauk sérnámi í kvensjúkdómalækningum og fæðingahjálp frá Östra sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð árið 1987.